Fara í innihald

Nicolai Eigtved

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nicolai Eigtved einnig þekktur sem Niels Eigtved (4. júní eða 22. júní, 17017. júní, 1754) var danskur arkitekt . Hann teiknaði m.a. Viðeyjarstofu. Hann innleiddi franskan rókokkó stíl í danska húsagerðarlist á árunum 1730 til 1740 og hannaði og byggði margar þekktar byggingar á sinni tíð. Hann var fyrsti danski stjórnandi Konunglega danska listaháskólans.

Eigtved lærði fyrst garðyrkju og fékk stöðu í görðunum við Friðriksborgarhöll um 1720. Í júlí 1723 gafst honum kostur á að ferðast erlendis sem konunglegur garðyrkjunemi. Hann fór til Berlínar og Dresden og fleiri staða í Þýskalandi, vann sem garðyrkjumaður og lærði þýsku. Eigtved dvaldi í tíu ár í Póllandi og vann fyrir þýska arkitektinn Matthäus Daniel Pöppelmann.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.